Session Hárstofa

Velkomin á hársnyrtistofuna okkar - þar sem notaleg stemming og fagleg þjónusta fara saman.

Við leggjum mikla áherslu á að skapa afslappað og hlýlegt umhverfi þar sem þú getur slakað á.

Hvort sem þú ert að leita að litabreytingu, klippingu eða hárgreiðslu, tökum við vel á móti þér.

Starfsfólk Session

Teymi fagmanna
Stefán Hannesson

Stefán Hannesson

Hársnyrtir/Eigandi
Útskrifaðist sem hársnyrtisveinn frá Iðnskólanum í Hafnarfirði vetur 2014 og hefur frá upphafi lagt metnað í að þróa sig áfram í faginu. Meðal annars hefur hann unnið fyrstu verðlaun Worldskills tvisvar sinnum. Hann hefur sótt sér námskeið um allan heim, meðal annars Las Vegas, París, London, Svíþjóð og Kaupmannahöfn.
Auður Karlsdóttir

Auður Karlsdóttir

Hársnyrtir
Útskrifaðist sem hársveinn frá Glemmen videregående skole í Noregi 2002. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum námskeiðum hér á landi til að fá innblástur og dýpka þekkingu sína.
Arna Arnardóttir

Arna Arnardóttir

Hársnyrtir
Útskrifaðist sem hársnyrtisveinn frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2009 og bætti meistaragráðunni við árið 2010. Síðan þá hefur hún sótt fjölbreytt námskeið víða um heim, meðal annars í New York, Berlín, Las Vegas og London. Hún hefur gaman af því að læra eitthvað nýtt og elskar að miðla reynslunni áfram til þeirra sem eru að byrja í faginu.

Sandra Z. Mardarenko

Sandra Z. Mardarenko

Hársnyrtir
Útskrifaðist sem hársveinn frá profesionālās kvalifikācijas apliecība í Lettlandi 2018. Síðan hefur hún sótt fjölbreytt námskeið í litunartækni eins og balayage, air touch, shatush, ombré & sombre.
Katerina S. Phonman

Katerina S. Phonman

Hársnyrtir
Útskrifaðist sem hársnyrtir frá Tækniskólanum í Reykjavík 2025. Hún stefnir á að bæta við sig hársveinsréttindum haustið 2025.